Le Crayon Kohl Prune Crepuscule nr 014 augnblýanturinn frá Lancome úr Midnight Roses Fall Collection 2012 er mjög flottur augnblýantur sem hentar vel í glamúrförðum sem og hversdags.
Ég hef prófað að vera með augnblýantinn sem hversdags eyeliner og þá hef ég sett fína línu á eftri augnlokin og ég verð að segja að þessi litur gerir mikið fyrir augnlitinn minn en ég er með dökkblá augu og bara það að setja þunna línu til að vera með hversdags og maskara er nóg til að gera mann aðeins fínni dags daglega.
Þessi blýantur varð einnig fyrir valinu sem þykkur eyeliner á aðfangadag og þá var ég í bleikum kjól við og með bleikan varalit, sú förðun kom mjög vel út og var í einskonar 60’s stíl en ég setti þykka línu á eftir auglokið og setti líka línu undir og MIKIÐ af maskara.
Þessi litur er vatnsheldur þannig að það er gott að vera með góðan hreinsiklút eða hreinsivatn til þess að ná honum af sér.
Fallegur litur sem ég mæli með fyrir bláeygar dömur!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig