Clinique hefur bætt enn einni vörunni í Even Better línuna sína og er það gleðiefni fyrir margar pjattrófur því þessi lína er með því besta sem gerist þegar kemur að farða og fullkominni húð.
Viðbótin nýja er frábær hyljari eða concealer sem inniheldur C-vítamín, lýsir húðina kringum augun upp, hylur og leiðréttir.
Even Better Concealer kemur í lítilli glerkrukku með silfurloki og er mjög auðvelt að opna krukkuna. Eini gallinn sem ég hef út á umbúðirnar að setja er hversu lítil krukkan er… Það hefði hugsanlega verið sniðugt að hafa hyljarann í túbu en hann er frekar þykkur þannig að það hefði örugglega ekki verið hægt.
Þegar ég ber hyljarann á mig finnst mér best að nota fingurna til að setja hann í kringum augun en ég nota eyrnapinna til þess að taka hann úr krukkunni til þess að hann “mengist” ekki og endist lengur.
Eins og ég sagði áður er hyljarinn frekar þykkur og því verður að hafa hraðar hendur þegar hann er borinn á augnsvæðið til þess að hann þéttist ekki og vinni sína vinnu áður en maður er búinn. Það er mjög auðvelt að vinna með hann og dreifa úr honum eftir að hann er kominn á augnsvæðið og það er líka mjög gott að setja hann á rauða bletti og bólur til þess að hylja.
Hyljarinn endist lengi og hylur vel það sem á að hylja en ég ber hann vanalega eftir að ég er búin að nota farða. Ég get mælt 100% með þessum hyljara hinum sem frábæra vibót í förðunina.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig