Augnmaskinn sem lét mig varla trúa eigin augum

Augnmaskinn sem lét mig varla trúa eigin augum

Daginn sem ég var fertug vaknaði ég fór fram á bað og það fyrsta sem ég sá ég í speglinum var að ég hefði fengið nokkrar hrukkur í kring um augun í afmælisgjöf. Ég var var ekkert sérstaklega ánægð með þessa gjöf og mundi ekkert eftir að hafa beðið um hana.

Frá þessum morgni hef ég haft mismiklar áhyggjur af þessari þróun, ég dró bara úr lýsingunni á baðherberginu sem er frábært ráð því hrukkurnar eru varla sjáanlegar eftir það. En auðvitað hef ég verið dugleg að prufa ný augnkrem, augnserum og augnmaska til þess að sporna við þessari þróun. Margar þessar vörur hafa reynst mér vel.

pjattustestbanner1En núna nýlega prufaði ég að nota nýjan augnmaska frá BIOEFFECT ásamt BIOEFFECT EGF eye serum og ég trúði varla mínum eigin augum. Ég gerði auðvitað eins og mér var ráðlagt bar augnserumið í kringum augnsvæðið (ekki augnlokið samt) síðan setti ég augnmaskann á mig, hann er í gelformi sem er auðvelt að leggja yfir augnsvæðið undir augunum, ég slakaði á í 20 mín tók hann af og nuddaði augnsvæðið létt.

Eftir meðferðina var húðin sléttari og stinnari, sjáanlegar línur og hrukkur höfðu minnkað til muna, það sem mér fannst þessi meðferð hafa fram yfir aðrar var að þú sérð strax árangur. Þessa meðferð er gott að nota 1-3 sinnum í viku og nota á milli BIOEFFECT EGF EYE SERUM.

Máliðaugnserum maski er nefnilega að ung húð býr yfir miklum teygjanleika og getu til að halda í sér raka. Teygjanleikann má þakka prótínþráðum sem heita elastín sem ásamt kollagen sem er annað prótín í leðurhúðinni vinna saman að því að halda húðinni unglegri og koma í veg fyrir hrukkur. Með aldrinum minnkar elastín og kollagen framleiðsla húðarinnar og þess vegna er eðlilegt að við þurfum á smá hjálp að halda í að viðhalda húðinni unglegri ekki síst eftir fertugt.

BIOEFFECT augnserumið inniheldur prótín sem er náttúrulegt húðinni og vinnur gegn áhrifum öldrunar. dregur úr hrukkum og fínum línum á augnsvæði og stuðlar að réttu rakajafnvægi húðarinnar.

Þessi nýjung gæti leitt til þess að ég geti farið að auka lýsinguna á baðinu aftur.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest