
Ó, George. Þvílíkur fengur!
George Clooney er það sem kallast ALLUR PAKKINN. Hann er úr hófi myndarlegur, klár, hæfileikaríkur, fyndinn, uppátækjasamur, sjarmerandi … Ég gæti haldið endalaust áfram.
George fæddist 6.maí (naut) 1961 í Lexington, Kentucky. Móðir hans, Nina Bruce, er fyrrum fegurðardrottning og faðir hans, Nick Clooney, fyrrum fréttastjórnandi.
Hann hefur sennilega erft eitthvað af glæsileikanum frá foreldrum sínum en George Clooney vakti fyrst almennilega athygli þegar hann tók að sér hlutverk Dr. Douglas “Doug” Ross í Bráðavaktinni (ER) og þótti með eindæmum heillandi.
Hér má líta myndir og myndskeið með þessum frábæra listamanni.
George talar um höfnun í Hollywood:
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=a4YUHieMfL4[/youtube]Fyndinn í Modern Family:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=GComi95_oHY[/youtube]
Bíbí er slúðurdrottning sem elskar góðar sögur. Hún veit hvað er að gerast í Hollywood, á Akureyri og í 101 og auðvitað deilir hún því með okkur. Bíbí er oft fyrst með fréttirnar og hefur skoðun á flestu. Í stuttu máli er Bíbí heimsborgari á gylltum hælum sem mætir í öll bestu partýin og fær sér kirsuber og kakó í morgunmat – alla daga ársins. Bíbí er sporðdreki.