Ég hef alltaf haft mikið dálæti á Ryan Gosling. Ekki nóg með það að hann sé góður leikari og hefur þróast á skemmtilegan hátt á sínum ferli heldur býr hann yfir einhverju sem er mjög aðlaðandi.
Get eiginlega ekki bent nákvæmlega á það en ætli það sé ekki samblanda af fallegum augum, munnsvip, hári og persónuleika?!
Hér eru níu áhugaverðar staðreyndir um Gosling:
- Hann er kanadískur.
- Samkvæmt Wikipedia er hann leikari, leikstjóri, rithöfundur og tónlistarmaður.
- Hann fæddist í London þann 12. nóvember 1980.
- Hann býr í New York.
- Hann á marokkóskan veitingastað í Beverly Hills.
- Hann var alinn upp í mormónatrú, hefur aldrei litið á sig sem mormóna en trúin var mikill hluti af lífstíl fjölskyldunnar.
- Hann hóf feril sinn ’93, þá tólf ára gamall, í “Mikey Mouse Club”. Hann var þar ásamt Justin Timberlake, Britney Spears og Christina Aguilera.
- Hann og Timberlake urðu mjög nánir vinir á Mikka Mús árunum, þeir bjuggu saman í hálft ár á þessum tíma og á einum tímapunkti fékk mamma Timberlake forræði yfir Gosling.
- ♥ Hann átti í eins árs sambandi við Söndru Bullock og tveggja ára sambandi við Rachel McAdams en eftir að því sambandi lauk var haft eftir honum að hún væri; “one of the great loves of my life”. Einnig átti hann í stuttu ástarsambandi við Blake Lively. Í dag er Gosling með Evu Mendes, þau hafa verið par síðan í september 2011.
Fyrir neðan eru nokkrar velvaldar myndir af Gosling og auðvitað þarf eitt myndskeið að fylgja með líka. Mæli með því að fara bara strax á 2:26.
“If I have any particular appeal to women, maybe it’s because I listen more than other guys do and appreciate how they think and feel about things.” -Ryan Gosling
[youtube]http://youtu.be/2cephI-s26g[/youtube]
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.