Ég tók fyrst eftir Rodrigo Santoro þegar hann fór með hlutverk Karls í Love Actually. Ég gjörsamlega kolféll og er enn skotin. Þetta hár! Þessi augu!
Rodrigo er Brasilíumaður af ítölskum uppruna, fæddur 22. ágúst 1975. Hann hefur starfað sem leikari síðan ’92. Á sama tíma og hann ungur að árum stundaði nám í blaðamennsku tók hann þátt í leiklistarsmiðju (e. Actor’s Workshop) og þá var ekki aftur snúið.
Myndir sem þú getur séð hann í og hafa fengið góða dóma:
Brainstorm (2001), Carandiry (2003), 300 (2007), I Love You Phillip Morris (2009) og Rio (2011). Nú er bara að velja mynd og njóta!
Það verður að segjast að Guð var einstaklega rausnarlegur þegar hann skapaði þetta eintak.
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.