Fæddur í Lewiston, Maine árið 1966. Móðir hans var skólaritari og faðir hans tryggingasölumaður. Patrick Dempsey er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem dr. Derek Shepherd (dr. McDreamy) í læknadramanu Grey’s Anatomy og ég hef verið skotin í honum síðan ég sá hann fyrst á skjánum í því hlutverki.
Hann er aktív týpa en á sama tíma jarðbundinn (enda steingeit) sem er að mínu mati mjög aðlaðandi. Þá stundar hann kappakstur í frítíma sínum og hefur mikla ástríðu fyrir því. Hann hefur líka mikinn áhuga á og safnar antíkmunum.
Dempsey vildi verða Ólympíumeistari í skíðum. Þó að hann hafi ekki náð því vann hann allavega Maine State Slalom Championship. Á sínum yngri árum lærði hann “juggling”, tók þátt í nokkrum keppnum og lenti í þriðja sæti í National Jugglers Convention. Hann stefndi á að fara í trúðaskóla.
Hann er lesblindur og hefur það átt stóran þátt í því hversu vinnusamur hann er. Um lesblinduna hefur hann sagt: “It’s given me a perspective of – you have to keep working. I have never given up.”
Dempsey hefur gift sig tvisvar. Í fyrra skiptið móður besta vinar síns sem einnig var umboðsmaður Dempsey. Hún þá 48 ára og hann 21 árs. Núverandi konu sinni giftist hann ’99 og eiga þau þrjú börn.
Dempsey, ó svo myndarlegur.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.