Leonardo DiCaprio hefur lengi verið meðal heitustu hjartaknúsara Hollywood borgar.
Hann fæddist þann 11. nóvember árið 1974 og er því í sporðdrekamerkinu. Verður fertugur á næsta ári. Hann er 183 á hæð, skolhærður og með blágræn augu. Móðir hans er þýsk en faðir ítalskur. Hann talar reiprennandi þýsku en nafnið hefur hann úr föðurættinni.
Leonardo festi sig fyrst á kortið þegar við sáum hann í Romeo & Juliet þar sem hann lék á móti Claire Danes. Þetta var árið 1996 en ári síðar sló hann algjörlega í gegn í Titanic þar sem hann lék aðalhlutverkið á móti Kate Winslet. Þar var hann aðeins 23 ára en náði að vinna hylli kvenna (og sumra karla) á öllum aldri!
Síðan hefur hróður hans aðeins farið vaxandi og hann hefur leikið í hverri stórmyndinni á fætur annari. Drengurinn átti stórleik í Gangs of New York og enn betri var hann sem svindlarinn mikli í Catch Me If You Can.
Árið 2004 vann hann Golden Globe verðlaunin fyrir besta leik í myndinni The Aviator og var tilnefndur til óskars fyrir Departed og Blood Diamonds.
Aðrar myndir sem Dicaprio hefur leikið í eru m.a. Revolutionary Road, Shutter Island, Inception, J. Edgar og Django þar sem hann átti algjöran stórleik sem hinn siðspillti og ruglaði Calvin Candie.
Nýjasta stórvirkið er hlutverk Jay Gatsby í myndinni sem við bíðum allar spenntar eftir að sjá The Great Gatsby eftir Baz Lurhmann en þar lítur hann dásamlega vel út!
Njóttu myndanna – hann er krútt… og hrikalega klár leikari!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.