Þessi gullfallegi ástralski leikari er með langan afrekalista að baki þegar kemur að leiklistinni enda er hann hreinlega löðrandi í sjarma.
Hugh Jackman er 44 ára, fæddur 12 október 1968.
Hann náði mörgum fyrst í hlutverki sínu sem Wolferine og ekki sló á það þegar hann lék Van Helsing við hlið Kate Beckinsdale. Dularfullur og heillandi náungi sem átti ekki í miklum vanda við að halda athygli kvenna í salnum.
Í myndinni Real Steel lék hann boxara en sú mynd var að minnsta kosti fimmtán vasaklúta virði. Það sama má segja um næsta hlutverk sem við sjáum hann í en hann mun koma til með að leika aðalpersónuna í Vesalingum Victors Hugo, Jean Valjean, sem eftir margra ára flótta frá vondum lögreglumanni tekur að sér dóttur Fantine.
Í Vesalingunum fáum við líka að heyra dýrðina taka lagið með góðum árangri enda fátt sem þetta augnayndi ræður ekki við.
Smelltu hér til að hressa þig svolítið við og skoðaðu myndir af Hr. Hugh Jackman. Haltu svo áfram að vinna kona! 😉
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.