William Bradley Pitt fæddist þann 18. desember 1963 í Shawnee, Oklahoma.
Hann virkar á mig sem frekar einlægur, afslappaður og svalur gæi fyrir utan það augljósa að vera myndarlegur, sjarmerandi og í góðu formi.
Hér eru nokkrar staðreyndir um þennan hæfileikaríka leikara:
1.
Hann er elstur þriggja systkina.
2.
Athena Rolando (sjá mynd), þá 19 ára, braust inn á heimili Brad, klæddi sig í föt af honum og var þar í 10 tíma áður en hún náðist.
3.
Skv. kvikmyndasíðum vestanhafs á Fight Club að vera hans besta verk, um að gera að kíkja á þá mynd ef þú ert ekki búin að því nú þegar. Myndin fær 8.9 í einkunn hjá IMDb.
4.
Faðir hans, Bill Pitt, átti vörubílafyrirtæki og móðir hans, Jane Pitt, var fjölskylduráðgjafi.
5.
Brad ólst upp á strangtrúuðu suðurríkja baptista heimili.
6.
Upphaflega ætlaði Brad sér að vinna við auglýsingagerð og stundaði nám í blaðamennsku við University of Missouri.
7.
…Í honum blundaði samt sem áður æskudraumur um að verða leikari. Hann hætti í háskólanum á loka önninni, tveimur vikum fyrir útskrift og flutti til Los Angeles til að meika það sem leikari.
8.
Það tók hann sjö mánuði að fá umboðsmann og regluleg verkefni í leiklistinni.
9.
Hans fyrsta verkefni sem leikari var að koma fram í nokkrum þáttum af Dallas.
10.
Brad Pitt og Gwyneth Paltrow voru par í tvö og hálft ár, þau þá rétt að hasla sér völl í Hollywood. Þau kynntust við tökur á myndinni Seven og hafa bæði sagt að það hafi verið ást við fyrstu sín.
11.
Brad Pitt er augljóslega bogmaður (sjá hér og hér) . . .„I don’t feel restless, I just like to travel.“

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.