Það er eitthvað við karlmenn með skegg – ótrúlega kynþokkafullt og einstaklega karlmannlegt.
Það þýðir samt ekki að þeir þurfi bara að safna í skegg og allar konur kikna í hnjánum yfir brúsknum. Skeggin þurfa að vera vel snyrt (sem sagt ekki jólasveinaskegg), þykk, og töff -(engan kleinuhringi, hökutoppa eða einræðisherramottur, takk!)
Ef vel til tekst þá getur skeggið gert meðalmann að algjörum konfektmola. Skegg geta til dæmis látið kinnbeinin virka stærri og liturinn í augunum verður skarpari.
Taka skal fram að ef skeggvöxtur er ekki nægilegur þá er betra að bara sleppa því og rokka snyrtimennis-lúkkið í staðinn.
Ef Mottumars hefur kennt okkur eitthvað (fyrir utan vitundarvakningu á krabbameini hjá karlmönnum-frábært framtak!) þá er það augljóst að það vex ekki öllum karlmönnum skegg og best er að horfast í augu við það.
Að vera vel rakaður er alltaf flottara en að reyna í örvæntingu að halda uppi örþunnri hormottu með mikilmennskubrjálæði.
Hér eru nokkrir vel skeggjaðir og baneitraðir karlmenn sem kunna svo sannarlega að fara með sinn skeggvöxt.
_____________________________________________________________________________________________
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.