Nú er von á nýrri söng -og dansamynd með alvöru leikurum. Meðal þeirra má nefna snillinga á borð við; Daniel Day-Lewis, Sophia Loren, Judy Dench, Nicole Kidman, Penelope Cruz, Fergie (Black eyed Peas) og Kate Hudson.
Ég heyrði að allar leikkonur NINE skelltu sér í stífa dans-og líkamsþjálfun fyrir myndina og er fullviss um að æfingarnar hafi borið góðan árangur.
Búast má við að NINE verði algert augnakonfekt fyrir áhorfendur enda öll svið í höndum snillinga, hvort sem um er að ræða búninga, förðun, leikaralið eða annað.
Leikstjóri myndarinnar er Rob Marshall, sá hin sami og leikstýrði dans og söngvamyndinni Chicago.
(Smelltu á mynd til að stækka hana og á esc takkann til að fara út.)
Smelltu hér til að skoða sýnishorn úr myndinni sem kemur út í Nóvember.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.