Ef þú hefur áhuga á samstarfi eða aðstoð við að koma þér, vörum, eða þjónustu á framfæri þá getur Pjatt.is hjálpað til með það með bæði hefðbundnum og óhefðbundum leiðum.
Pjatt.is var stofnað í febrúar 2009 og er fyrsti vefur sinnar tegundar á Íslandi. Fjölbreyttur og skemmtilegur lífstíls og dægurmálavefur sem er samsuða af vefriti og bloggi.
Á Facebook eigum við rúmlega 22.000 íslenskar vinkonur (35 ára og eldri) og allt efni sem birtist hér á Pjatt.is fer líka á síðuna okkar á Facebook.
Pjattið stendur fyrir heiðarleika og áreiðanleika svo allar umfjallanir sem hér er að finna eru skrifaðar af heilindum, það er að segja að hér mælum við hvorki með bókum, leikritum, hárvörum eða mat nema okkur líki sjálfum við. Ef samstarfsaðili sem hefur keypt vefborða á miðlinum fær umfjöllun um vöru eða þjónustu þá er slíkt merkt sérstaklega. Nánari upplýsingar má fá með því að senda skilaboð á FB messenger eða á margret hja pjatt.is