Ég rakst á þessa auglýsingu áðan og í fyrstu fannst mér ekkert athugavert við hana, en svo fór ég að hugsa með mér.
Ég get samþykkt það að það er væntanlega betra fyrir heilsuna að fara út að hlaupa eins og konan sem stendur fyrir framan kaffihúsið lítur út fyrir að vera fara gera í staðinn fyrir að fá sér heitt súkkulaði með miklum rjóma á kaffihúsi, en svo þegar auglýsingin endaði og ég sá að það var verið að auglýsa PEPSI! þá hætti ég algjörlega að skilja tilganginn með þessari auglýsingu og fór að pæla í boðskapnum.
Við eigum sem sagt að “öfunda” stelpuna, “líta upp til hennar” og “vilja vera eins” og hún af því að hún drekkur PEPSI ?
Ég er ekki að ná þessu….
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=KkSDFJKkvy4[/youtube]Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.