Um leið og vorar kemst ferðahugur í fólk og því erum við byrjaðar með nýjan dálk þar sem skemmtilegir íslendingar segja okkur frá uppáhalds áfangastöðum sínum, borgum eða löndum.
Sá fyrsti sem situr fyrir svörum hjá Pjattinu er enginn annar en Atli Fannar Bjarkason, framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar, útvarpsmaður á X’inu, Mjölnismaður og kvennagull.
Hver er uppáhalds borgin þín í heiminum?
Uppáhaldsborgin mín í heiminum er Reykjavík en ég á erfitt með að gera upp á milli borganna í útlöndum. Bratislava fannst mér skemmtileg á sinn hátt þó ég færi eflaust miklu frekar aftur til Stokkhólms. Svíþjóð er snilld. Elska Svíþjóð.
Hefurðu oft til Bratislava og hvernig var þín fyrsta ferð?
Ég hef reyndar bara einu sinni farið til Slóvakíu og leist ekkert á blikuna þá, 18 ára gamall. Eftir á að hyggja sé ég fegurðina sem ríkti í ringulreiðinni í Bratislava.
Af hverju elskarðu Svíþjóð?
Vegna þess að Svíar eru svo næs og fallegir. Svo eru borgirnar líka svo næs. Og fallegar.
Áttu uppáhalds veitingastað í borginni?
Ég gleymi nöfnum á veitingastöðum um leið og ég yfirgef þá. Man þó nafnið á sushistaðnum Etika í Færeyjum sem er einn sá besti sem ég hef prófað.
Hvernig væri fullkominn dagur í Stokkhólmi?
Ég þarf bara að fá gott að borða til að gera dag fullkominn. Það er ekki vandamál í Stokkhólmi.
Eru góðir picknick staðir í borginni?
Já, blessuð vertu. Úti um allt. Þegar þú nefnir það, þá man ég bara ekki hvenær ég fór í picknick síðast. Þarf að bæta úr því í sumar.
Hvar er gaman að versla?
Í Svíþjóð. Svíar eru ekki bara skemmtilegir og fallegir, heldur einnig mjög töff. Weekday er uppáhaldsbúðin mín. Þar eru Cheap Monday gallabuxurnar meira að segja ódýrar. Enda ekki tvítollaðar.
Best geymda leyndarmál borgarinnar að þínu mati?
Ég myndi segja ykkur frá því en…
Á að fara eitthvað í sumar?
Já. Ég veit samt ekki hvert. Mig langar að fara til New York á tónleika með hljómsveitinni The National. Vonandi rætist úr því.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.