Ég fæ einfaldlega ekki nóg af stíl Christine Centenera og veit ég er ekki ein um það því þessi stelpa er að gera bloggheiminn gersamlega vitlausan ásamt því að vera orðin þekkt nafn í tískuheiminum.
Christine skrifar um tísku hjá hinu virta tímariti Harper’s Bazaar í Ástralíu ásamt því að starfa sem stílisti hjá þekktum áströlum.
Christine er með sinn stíl og blandar uppáhaldsflíkinni í það skiptið snilldarlega með öðrum flíkum úr fataskáp sínum – hún einfaldlega er með ‘etta er töff, náttúrulega falleg og klikkar aldrei.
Er einnig svo heppin að eiga brjálæðislega flott skósafn, er með snilldarlega flottan stíl á samsetningu fata og þekkt fyrir að vera óhrædd að sjást í sömu flíkinni aftur og aftur -sem er “nýtt” í tískuheiminum því eins og flestir vita þá fer flík “úr tísku” eftir 6 mánuði hjá flestum tískugúrúum.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.