Við báðum lesendur okkar um að koma með nokkur góð sambandsráð á Facebook síðuna okkar.
Þau sátu ekki á sér og fljótlega var komið fullt af góðum ráðum:
1. Nakin í svuntum
Ekki hætta að vera kærustupar þótt þið verðið hjón og/eða foreldrar.
Taka frá eitt deitkvöld í viku… þarf ekki að fara út, má bara láta krakkana fara að sofa og borða saman í rólegheitum, spjalla, fara saman í sturtu….osfrv.
Virða hinn einstaklniginn á hans forsendum, ekki stjórna og ekki bera saman við aðra.
og að lokum….
Ein vinkona mín skrifaði í gestabókina okkar í brúðkaupinu “elda saman nakin, bara í svuntum”….
Þórdís V. Þórhallsdóttir
2. R.E.S.P.E.C.T
Að koma fram við hvort annað af virðingu!
Gunnur Guðný Ásgeirsdóttir
3. Eins og þér munduð og…
Koma fram við hann eins og þú vilt að hann komi fram við þig!
Jóhanna Inga Hjartardóttir
4. 100%!
Samband á ekki að vera 50%/50% samningur. Samband á að snúast um að báðir aðilar gefi af sér 100%!
Marína Ósk Þórólfsdóttir
5. Ekki halda því inni…
Segðu það í dag sem þú vildir sagt hafa á morgun.
Ólöf Ananíasdóttir
6. Don’t sweat the small stuff
Ekki búa til vandamál úr smámunum. Alltaf ræða vandamálin áður en þau verða það stór að þau enda í rifrildi og leiðindum.
Jóna M Harðardóttir
7. Hringdu í ISS
Fáðu einhvern annan til að þrífa heima hjá þér.
Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
8. Farðu bara ósátt að sofa
Ég las einhverstaðar að það væri betra að fara ósátt að sofa EN þá verður að ræða málefnið daginn eftir. Þetta er útaf því að ef það er ósætti í gangi og fólk verður reitt þá segir það kannski eitthvað sem það meinar ekki. En ef fólk sefur aðeins á þessu og róar sig niður þá á það oft auðveldara með það að sjá hlið hins aðilans á málinu 🙂 En skilyrðið til að þetta ráð virki er að fólk verður að setjast niður daginn eftir og ræða saman aftur, annars gleymist málið bara og ekkert breytist.
Sigríður Kolbrún Kristinsdóttir
9. Sorry, is all that you can say
Biðjast fyrirgefningar og viðurkenna ef maður gerði rangt eða fór of langt til dæmis í kaldhæðni, það virkar alltaf!
Elísabet Mjöll Jensdóttir
10. Engin leyndarmál!
Besta sambandsráðið er alltaf að tala saman og ekki leyna neinu.
Atli Sæmundsson
11. Hamingjan er ákvörðun
Fara reglulega á deit – aldrei fara að sofa ósátt – ákveða að vera hamingjusöm og vinna í því þegar það er erfitt.
Hjördís Guðný Guðmundsdóttir
12. Ekki hugsa bara…
Tjáðu þig um langanir og óskir.
Bjarney Lára Sævarsdóttir
13. LOL!
Ekki gleyma húmornum! 🙂
Hulda Kolbrún Guðjónsdóttir
14. Takk, takk fyrir allt
Gleyma ekki að þakka fyrir allt sem gert er og hlægið saman 😉
Elva Björk Elvarsdóttir
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.