Ég elska fallegar ástarsögur, ástarsögur sem byrja ekki á ” við kynntumst í gegnum sameiginlegan vin….”
Þetta er sönn saga:
Maður er á djamminu með nokkrum vinum, hann finnur yfirgefinn kvenmansskó fyrir utan skemmtistað. Hann segir við vini sína: “ég ætla að máta þennan skó á allar dömurnar þar til hann passar á eina, og ég ætla að giftast henni”. Þeir hlæja og taka samt þátt í djókinu.
Maðurinn sem er nokkuð drukkinn labbar inn og byrjar að máta skóinn á konur. Loks finnur hann eina sem skórinn passar á , hann segir henni alla söguna og þau hlæja mikið.
Í dag eru þau gift og hafa verið á mööörg möööörg ár. Svona sögur gerast í raunveruleikanum – og meira segja á Íslandi!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.