Out magazine er, fyrir þá sem ekki vita , vinsælt tímarit fyrir samkynhneigða sem fjallar um tísku og skemmtanaiðnaðinn og birtir einnig pistla og greinar.
Nú í janúar gáfu þeir út í annað skipti blað tileinkað ástinni sem heitir “The Love Issue”. Í þetta skipti fjallaði tímaritið meðal annars um Neil Patrick-Harris, sem er langþekktastur fyrir að leika Barney í How I Met Your Mother, og manninn hans David Burtka, sem margir þekkja líklega sem Scooter úr sömu þáttum.
Í greininni um þá tala þeir um það hvernig þeir kynntust, að þeir noti sömu fötin, (enda eru þeir í sömu skó og fatastærð), hvernig þeir byrjuðu að vera saman og hvernig samband þeirra er í dag.
Mörg önnur samkynhneigð pör birtast í þessari útgáfu og er ótrúlega gaman og fallegt að fletta í gegnum myndirnar og lesa allar ástarsögurnar sem fylgja.
Það er hægt að skoða myndasafnið HÉR.
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.