Hvernig væri að koma við í Kringlunni í dag og ná sér í lítið ætt ástarblóm handa makanum?
Bollakökusnillingurinn hún Rikka er líklegast um það bil að koma sér fyrir á fyrstu hæð Kringlunnar með litla Pop-Up verslun en þar ætlar hún að selja bollakökur sem eru hver annari fallegri og girnilegri. Þetta gerir hún í tilefni af degi ástarinnar, eða Valentínusardegi, sem verður á mánudaginn.
Hægt er að velja um nokkrar gerðir t.d. súkkulaði, vanillu, sítrónu og kirsuberja cupcake og allt eru þetta mikil augnayndi sem koma til með að gleðja makann, hvort sem hann er af kven eða karlkyni. Reyndar eru þessar bollakökur svo fallegar að maður týmir varla að skemma þær með því að borða þær… en það gerir þetta jú bara betra.
Hver kaka kemur í fallegu litlu boxi og með henni fylgir fallegt ástarljóð sem afi Rikku samdi – uppáhalds ástarljóð hennar.
Af hverri seldri köku rennur svo hluti ágóðans til Barnaspítala Hringsins en Rikka er í kvenfélaginu Hringurinn.
Kíktu við hjá Rikku í Kringlunni í dag og skoðaðu kökurnar. Ég hef sjálf farið á námskeið hjá henni að gera svona kökur og þetta er alveg með fallegasta dúlleríi sem ég hef komist í.
Og ef þú kaupir svo köku, þá ertu ekki aðeins að gleðja makann og fagna ástinni heldur ertu líka að styrkja Barnaspítala Hringsins. Snilld!
VIÐBÓT: Kökurnar seldust upp en Rikka verður aftur á sunnudag!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.