Það getur tekið á taugarnar að eiga litla síorgandi krakka sem eru á hinu svokallaða ‘toddler’ skeiði.
Fyrir börn á þessum aldri getur lífið verið ein heljarinnar tilvistarkreppa enda svo margt sem má ekki og alltaf verið að siða mann til eða stoppa af við hinar ýmsu framkvæmdir.
Vinur minn sendi mér hlekk á blogg sem faðir nokkur heldur úti á Tumblr en bloggið kallar hann ‘Reasons my son is crying’. Á því má sjá ógrynni mynda (stundum tekur pabbinn fimm á dag) af grátandi 21 mánaða smábarni og þriggja ára bróður hans og undir má lesa um “ástæður” þess að ungarnir tveir orga. Þær eru fjölbreyttar, til dæmis er orgað af því mjólkin er ekki djús, bannað berja bróður með dóti og drekka baðvatn svo fátt eitt sé nefnt.
Ferlega skemmtilegt blogg hjá Greg og örugglega góð leið til að halda geðheilsunni í gegnum þetta erfiða skeið í uppeldinu þegar allt og ekkert er ástæða til að taka foreldrana á taugum með góli…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.