Ásta Björg Kristinsdóttir hélt sig hafa séð draug þegar hún var með Ghostbusters á heilanum. Hún þekkir fullt af bogamönnum, er á leiðinni til Amsterdam og gæti ekki hugsað sér lífið án iPhone.
Áttu auðvelt með að sofna á kvöldin eða hugsarðu of mikið?
Ég á frekar erfitt með að sofna á kvöldin, sérstaklega þessa dagana þar sem ég er að hanna vorlínuna fyrir 2B collection sem er skartgripalína sem ég hef hannað og selt undanfarið ár. Síðan er ég á fullu að taka á móti vörum fyrir jólin í Motivo, verslun minni á Selfossi. Þannig að það eru ansi margar svefnlausar nætur þessa dagana og hugurinn á fullu… svo fæ ég alltaf bestu hugmyndirnar þegar ég leggst á koddann.
Hefurðu séð draug, álf eða geimveru?
Ég held að ég hafi séð draug þegar ég var yngri og var með Ghostbusters á heilanum… í minningunni var það allavega draugur.
Þekkirðu óvenjulega marga einstaklinga í sama stjörnumerkinu og hvaða merki er það?
Já það eru frekar margir nálægt mér í bogamanns merkinu annars dreifist þetta nokkuð jafnt.
Í hvaða stjörnumerki ert þú?
Ég er mjög mikill krabbi.
Áttu uppáhalds hönnuð?
Malene Birger og Philippe Starck.
Flottasta fyrirmyndin?
Vigdís Finnbogadóttir, Brian Tracy og mér finnst Hanna Birna kona sem ber af þessa dagana hér á landi.
Svo var ég að setja upp hjá mér mjög skemmtilegan vegglímmiða á forstofuhurðina sem er góð áminning áður en haldið er út úr húsi.
Svo var ég að setja upp hjá mér mjög skemmtilegan vegglímmiða á forstofuhurðina sem er góð áminning áður en haldið er út úr húsi.
Uppáhalds tímasóunin?
Netið, er að missa ófáa vinnutíma núna á pinterest.com – mjög skemmtilegur tímaþjófur.
Hvað er næsta tilhlökkunarefnið í lífi þínu?
Jólavertíðin í búðinni minni Motivo sem er á Selfossi, það er alltaf líf og fjör í kringum jólin þegar maður er í verslunarrekstri. Svo er ég að fara að selja skartlínuna mína úr 2B collection í Bláa lóninu, verður spennandi að sjá hvernig það þróast.
Hvaða 5 hluti tækirðu með út í geim?
- iPhone-inn minn, get ekki án hans verið
- gott rakakrem
- tannbursta
- 2 skemmtilega vini.
Hvernig bíl langar þig í ?
Ég er mjög lítil bílakona en myndi trúlega velja einhvern þægilegan og sparneytinn.
Nefndu 5 uppáhalds bíómyndirnar þínar:
- Dirty dancing
- Notebook
- Moulin Rouge
- Pulp fiction
- Stella í Orlofi… íslensk klassík
Hvaða mistök gera pör helst í samböndunum sínum?
Gleyma að rækta sambandið.
Hvað er skemmtilegast við það sem þú ert að gera núna?
Það er ómetanlegt að fá að vinna við bæði áhugamálin sín, sem í mínu tilfelli er hönnun og ferðalög en ég starfa einnig sem flugfreyja hjá Icelandair í hlutastarfi.
En erfiðast?
Að reyna að jöggla saman tveimur störfum getur oft þýtt langan vinnudag en á heildina litið er það alveg þess virði.
Hvaða kaffihúsi/veitingastað viltu mæla með?
Ótrúlega margir skemmtilegir staðir niður við höfn, t.d Sushismiðjan og Tapashúsið. Svo verð ég að mæla með Kaffi krús á Selfossi sem er við hliðina á búðinni minni, kósý og heimilislegt.
Hvaða starf myndirðu velja þér ef þú værir ekki að gera það sem þú ert að gera núna?
Ef ég væri aðeins yngri myndi ég skella mér í flugnám, en það er aldrei að vita nema ég eigi eftir að skella mér í einkaflugmanninn þegar það fara að verða fleiri en 24 klst í sólahringnum… sem ég er alltaf að bíða eftir að gerist.
Hvað ertu að fara að gera á eftir?
Bóka hótel í Amsterdam þar sem ég er að fara í vinnuferð þangað í næstu viku og mæli klárlega með dohop.com – snilldarsíða fyrir fólk á ferðinni.
Að lokum: Heilræði til okkar hinna?
Horfa jákvæðum augum á lífið, það verður bara allt svo miklu auðveldara og skemmtilegra. Svo var ég að setja upp hjá mér mjög skemmtilegan vegglímmiða á forstofuhurðina sem er góð áminning áður en haldið er út úr húsi.
KEEP CALM AND CARRY ON!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.