Falleg húsgögn eru mikill fjársjóður sem fegra hvert heimili. Sérstaklega er gaman að eiga fallega, sígilda hönnun eftir þekkta hönnuði. Mínir uppáhalds hönnuðir eru Arne Jacobsen og Le Corbusier, sem báðir hönnuðu meðal annars mjög flott húsgögn.
Þessi húsgögn eru aftur gífurlega dýr enda mjög eftirsótt vara.
Ég datt niður á mjög sniðugan uppboðsvef með notaða hönnunarvörur www.furniture-love.com en þar er hægt að bjóða í flott húsgögn og freista þess að ná sér í stykki. Það er verst að margir eru um hituna og erfitt að ná í bitastæða hluti.
Undanfarið hef ég verið að sverna fyrir fallegu tekkborði, því tekkið finnst mér fallegt og passa vel við nútímaleg húsgögn, gefur þeim hlýleika. Vinkona mín, sem er öllu hnútum kunnug í nytjamarkaðnum Góða hirðinum benti mér á að það væri staðurinn til að leita á.
“Ef þú ferð þangað á hverjum degi við opnun, er næsta öruggt að þú dettur niður á gott tekkborð eftir svona þrjá til fjóra daga. En þú verður að leita markvisst,” andaði hún út úr sér af öryggi og festu.
Að hennar sögn hendir fólk furðu miklu frá sér, oft verðmætri hönnunsem skipt er út fyrir nýrri hluti. Oft er fólk að hreinsa út úr húsum og hendir öllu í Góða hirðinn, hugsunarlaust. Þar ku vera hægt að finna Arne Jacobsen og fleiri góða. Það þarf ekki að segja mér slíkt tvisvar, enda er alltaf pínulítið gaman að þefa uppi dýrgripi á mörkuðum. Svona er húsgagnaástin.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.