Þá er ég búin að fá upplýsingarnar um íslensku notendur Ashley Madison síðunnar og það er óhætt að segja að maður verði bæði orðlaus og hissa að skoða þetta.
Á listanum eru nöfn tveggja útrásarvíkinga, einn prestur, tveir framkvæmdastjórar fjölmiðla, þekktur stjórnmálamaður og fleiri mjög þekktir einstaklingar í okkar litla samfélagi. Vel menntaðir, heimsvanir og upplýstir menn sem hefðu átt að vita betur en að skrá sig með fullu nafni og netfangi inn á síðu sem þessa.
Jú… hvernig hvarflar það að giftum, miðaldra mönnum að einhversstaðar á internetinu bíði raðir af flottum konum sem þrá ekkert heitar en að hitta þá (oftast í útlöndum) og stunda með þeim skuldbindingarlaust kynlíf í framhjáhaldi!? In your wildest dreams!
Hvernig datt þeim eiginlega í hug að með því taka gullpakkann og borga 249 dollara, gætu þeir fengið leynilegt framhjáhaldssamband sem enginn myndi komast að? Af hverju lásu þeir ekki smáa letrið?
Fyrir hvað er verið að borga?
Jú, sjáðu til. Ashley Madison síðan virkar þannig að karlinn þarf að kaupa sér “kredit” fyrir nokkuð háar upphæðir svo hann geti spjallað við þessar „viljugu konur” meðan konur fá frítt.
Það sem hann áttar sig ekki á, (en ætti að gera), er að þessar “viljugu konur” eru væntanlega að vinna fyrir Ashley Madison og það þarf ekki meira en nokkra smelli til að reikna það út.
Þetta stendur meira að segja svart á hvítu á síðunni:
The Per Female Member Program pays you a fixed amount for each person who signs up for a free membership and completes the required actions. At the end of the month, we bonus you out $10-$25 per female based on her activity on the site.
Manneskja sem fær borgað 10-25 dali á konu (miðað við hvað hún er duglega að skrifast á við karla á síðunni) og hefur ekkert betra að gera en að þykjast á internetinu allann daginn sér sér eðlilega leik á borði í að græða smá pening.
Margt smátt gerir eitt stórt.
Gullpakkinn sem garanterar framhjáhald
Á Ashley Madison er hægt að velja nokkrar leiðir. Ein þeirra kallast “Affair Guarantee” og þá lofa síðuhaldarar að þú komist í framhjáhaldssamband, – ef ekki… þá færðu endurgreitt. Pakkinn kostar 249 dollara eða 32.000 kr. miðað við gengi dagsins í dag.
Það er vel hægt að spyrja sig að því hvernig í ósköpunum síðuhaldarar geta lofað slíkri atburðarrás en ein leið væri að sjálfsögðu að borga vel völdum konum fyrir það að hitta þessa giftu menn og eiga í samskiptum við þá.
Það er vel hægt að spyrja sig að því hvernig í ósköpunum síðuhaldarar geta lofað slíkri atburðarrás en ein leið væri að sjálfsögðu að borga vel völdum konum fyrir það að hitta þessa giftu menn og eiga í samskiptum við þá.
95% plat-prófílar kvenna
Í gögnum sem hakkarar hafa tekið saman má sjá að stærstur hluti kven-prófíla á síðunni eru falsaðir.
Það er að segja, það eru engar raunverulegar konur þarna að baki. Aðeins 5% eru alvöru konur. Þegar hefur komið fram í fréttum að brasilísk kona sem vann fyrir Ashley Madison hafi kært fyrirtækið vegna alvarlegrar sinaskeiðabólgu sem hún fékk við að stofna 1000 kvenkynsprófíla fyrir brasilísku útgáfu síðunnar!!
Íslenskur karlmaður: Ég er hamingjusamur og elska fjölskyldulífið en mig langar að halda framhjá
Í gögnunum um íslendingana sem hafa lekið út má meðal annars lesa það sem þeir segja um sjálfa sig. Einn vel þekktur íslendingur skrifar á sinn prófíl:
„I have a great life. I’m happy. I love what family life brings to me. I’m not looking to change that at all. What I would like is an extra curricular activity, with someone with a tiny wickedness, a hot lady which wants to spend some stolen moments with a great guy, creating memories which might actually enhance our marriages and of course create memories for time to come. I think that will put that silver lining on our lives we all look for.” og svo…
„The one I would like to meet is a self confident woman, looking to enhance her married life with a small affair. She’s above average looking, intelligent, good company and may actually not exist. But then I’ll just get a repayment from AM, right?”
Annar, (þekktur útrásarvíkingur), segir á sínum prófíl:
„Looking for a woman to spend a good time with and enjoy what I have to offer!”
Í gögnunum má meðal annars finna kortafærslur, hvað mennirnir notuðu háar upphæðir, á hvaða dagsetningum og meira að segja klukkan hvað.
Útrásarvíkingurinn, sem vildi leyfa konunni að njóta þess sem hann hefur að bjóða, notaði kortið sitt óspart á síðunni allt árið 2014 en sami maður var ítrekað í fréttum allt síðasta ár.
Á vef vísis er tækinlega hliðin útskýrð með þessum orðum:
„Upplýsingarnar sem láku út um notendur eru í raun þrír stórir gagnagrunnar. Sá fyrsti inniheldur heimilisföng, nöfn, fæðingardaga og fleiri upplýsingar um notendur. Meðal annars hvað kveikir í þeim í svefnherberginu. Annar gagnagrunnurinn inniheldur póstföng, en þess má geta að aðstandendur síðunnar gengu ekki úr skugga um að notendur gæfu upp rétt netföng. Sá þriðji inniheldur kreditkortaupplýsingar, en aðeins er hægt að sjá hluta af kreditkortanúmerum notenda og því ekki hægt að nota þær upplýsingar til að svíkja út fé eða vörur í gegnum netið.”
Hvað voru þeir að pæla?
Barbara Ellen, pistlahöfundur á The Guardian, vandar karlkyns notendum AM ekki kveðjurnar og segir þá einfaldlega heimska að sjá ekki í gegnum þetta peningaplokk.
Fullorðnir menn ættu að vera fyrir löngu búnir að gera sér ljóst að það er og verður alltaf skortur á konum sem eru jafn tilkippilegar og karlar í skyndikynni. Það búi til ákveðna viðskiptahugmynd sem stundum hefur verið kölluð “elsta atvinnugrein í heimi”. Notendur AM hafi einfaldlega ekki verið nógu hugrakkir til að kaupa vændi í hefðbundnum skilningi eða standa í framhjáhaldi.
Guardian setur einnig fram nokkrar spurningar, eins og til dæmis hvernig standi á því að einu konurnar sem fjöldi notenda segjast hafa hitt gegnum síðuna hafi reynst vera venjulegar vændiskonur þegar allt kom til alls.
Það er ljóst að ekki eru öll kurl komin til grafar varðandi þetta mál og það verður áhugavert að fylgjast með framvindunni.
Kanadískur ekkjumaður hefur þegar lagt fram kæru á hendur fyrirtækinu og krefur það um svimandi upphæðir. Eflaust munu fleiri fylgja í hans fótspor enda tæplega 40 milljón mis-ringlaðir notendur skráðir á síðuna.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.