Mig langar að gefa stórt “shout-out” til fyrirtækisins Arna sem sérhæfir sig í framleiðslu á laktósafríum vörum. Þetta hefur að miklu leyti breytt lífi mínu til hins betra, án djóks!
Ég skrifaði grein í fyrra um mjólkursykursóþol sem lesa má hér, og þar nefndi ég þetta dásamlega fyrirtæki.
Núna hefur Arna gert enn betur og var að setja á markað gríska jógúrt sem er ekkert smá góð!
Hægt er að fá hana með þremur mismunandi bragðtegundum og þær eru allar jafn góðar 😛 Ég er reyndar enn að bíða eftir að fá hreina gríska jógúrt, en mér skilst að hún sé á leiðinni.
Ég er sem sagt með laktósaóþol þannig að þegar þessar vörur komu á markað fann ég mikinn létti og líf mitt einfaldaðist til muna þegar kom að matarinnkaupum.
Nettmjólkin og AB mjólkin eru ægilega góðar, svo bjóða þau uppá óhrært ab-skyr sem er snilld í boost! Bæti bara smá stevia útí.
Skyrin eru svo með engum viðbættum sykri og vonandi kemur hreina grísk jógúrt fljótt á markað hjá þeim. Ég get varla beðið. Í alvöru.
Ég hefði reyndar líka rosalega gaman af því að fá prótein drykk frá þeim. En ég læt laktósafríu Hleðsluna duga þangað til.
Fjölskyldufyrirtæki á Bolungarvík
Fyrir þau sem ekki hafa kynnt sér fyrirtækið þá er þetta lítið fjölskyldufyrirtæki sem er staðsett í Bolungarvík. Hugmyndin spratt yfir heitum kaffibolla í fjölskyldu boði hjá Hálfdáni Óskarssyni sem er einn af stofnendum Örnu.
Mér finnst alveg æðislegt að Arna hefur getað rutt sér inn á mjólkurmarkaðinn og í rauninni á markað sem er algjörlega opinn fyrir fólk með svona sérþarfir eins og mig.
Það sem mér þykir líka frábært er að með þessu er ég að styrkja þetta fjölskyldufyrirtæki sem greinilega leggur mikið upp úr að bjóða uppá hollar og bragðgóðar vörur. Þú finnur þau á facebook hér. Um að gera að læka þau.
Ég hvet þig eindregið til að prófa, jafnvel þótt þú sért ekki með óþol! Svo er líka gaman að eiga viðskipti við ‘litla manninn’. Styðjum við einkaframtakið!
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður