Ný bók er komin út eftir Ármann Jakobsson, Legends. Legends er nett og fínlegt safn frásagna í smásöguformi og sögurnar hafa beinar og óbeinar vísanir í Eddukvæði, en fjalla um raunveruleika og mítur 21. aldarinnar. Tilurð í veröldinni, átakanleg örlög og atburðir og hlutverk hins smáa í falli hins stóra eru umfjöllunarefnin.
Verkið kom fyrst út á íslensku árið 2020 undir heitinu Goðsögur, þá sem hluti af menningarverkefninu Pastel ritröð en íslenska útgáfa bókarinnar er uppseld.
Ármann er mjög afkastamikill rithöfundur og fjölhæfur einnig því hann hefur sent frá sér skáldsögur, prósa, glæpasögur, ævintýri og fræðiverk. Legends er fyrsta enska þýðing á skáldverki eftir höfundinn en um þýðinguna sá Kelsey Paige Hopkins.
Hönnun kápu var í höndum Ingibjargar Berglindar Guðmundsdóttur hjá Cave Canem hönnunarstofu á Akureyri, en kápan tengir snilldarlega og á ævintýralegan hátt saman tíma og heima. Legends er fáanleg í verslunum Eymundsson víða um land og hjá Flóru á Akureyri. Bókin er bæði fínleg, falleg og frábær í ferðalagið og góð gjöf til enskumælandi samstarfsfólks, ættingja og vina.
Útgáfuhóf verður haldið í verslun Eymundsson í Austurstræti fimmtudaginn 17. mars klukkan 17 – öll velkomin – höfundur, þýðandi og útgefandi verða á staðnum.