Arlésienne ilmurinn frá L’Occitane er algjör draumur, eiginlega hreinn unaður, en ég hef leitað um nokkurt skeið að nákvæmlega þessum ilmi og varð því svo óskaplega happý þegar ég loksins fann hann. Kvenlegur sætur blómailmur með ögn af kryddi, alveg fullkominn!.
Ilmurinn kemur úr musky blómaætt. Lykilhráefni eru bóndarós, fjóla frá Tourettes-sur-Loup og saffran frá Provence héraðinu í Frakklandi hvaðan L’Occitane hafa sinn uppruna. Yfirtónar eru bergamot, saffran og hvönn. Hjartatónar eru may-rós og fjólulauf. Þá eru grunntónarnir, eða botninn, hvítur musk, ambrette og sandelviður.
Ilmurinn kemur ekki bara í glasi heldur er einnig hægt að fá húðmjólk, varasalva, handáburð, sturtusápu, sápustykki og hársprey í Arlésienne línunni.
Ekki nóg með að ilmurinn sé algjörlega dásamlegur heldur endist hann vel yfir daginn líka svo maður verður sætur en örlítið kryddaður, allann daginn! Einmitt eins og maður vill vera 💖
Arlésienne ilmurinn fær hiklaust 5 stjörnur af 5 frá mér.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.