HÚS & HEIMILI: Í Suffolk í Bretlandi stendur fallegt nýlega byggt hús sem hefur fengið bæjarheitið The Wilderness.
Hús þetta er einstaklega vel heppnað og fellur vel að náttúrunni í kring sem er gróðursæl og græn meðan húsið er steinsteypt með stórum gluggum.
The Wilderness er 750 fermetrar að stærð, með nokkrum fallegum stofum, sex svefnherbergjum sem og innisundlaug og fleiru fallegu.
Það er naumhyggjan sem ræður ferðinni í hönnunn hússins en á sama tíma er það hlýlegt og notalegt.
Einstaklega vel heppnað að mínu mati.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.