Þú kastar ekki steinum ef þú býrð í glerhúsi segir máltækið… en þú getur að öllum líkindum kastað peningum ef þú hefur efni á að búa í glerhúsi.
Svona hús hafa alltaf heillað mig mjög enda er svo mikið frelsi fólgið í því að geta búið í húsi sem býður upp á svo góð tengsl við náttúruna um leið og þú hefur einkalífið í friði.
Það er ekki hægt að byggja svona hús hvar sem er. Þau verða að vera á hárréttum stöðum og þú þarft að vera viss um að allur heimurinn sé ekki að horfa inn.
Best að byrja að safna…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og þoli ekki arfa i görðum (miðaldra). Hef ólæknandi áhuga á heimildarmyndum og norrænum sakamálasögum og fæ kikk út úr því að fara á allskonar skrítin námskeið. Ég er óhemju forvitin og nýt þess að miðla og deila því sem ég sé og upplifi með öðrum. Til dæmis hér, – með þér.
3 comments
Já… Sem betur fer er það ókeypis að dreyma
Já! Segðu. Sem betur fer kostar það ekki krónu. :))
Það er eins gott að byrja að safna, þetta er eitt flottasta hús sem ég hef séð 🙂