Fyrir nokkrum árum var ég stödd í Hamborg þar sem mér var sýnt í úthverfi einu glerhús sem var heimili þýskrar fjölskyldu. Ég varð gersamlega dolfallinn yfir því að fjölskylda gæti haft það hugrekki að búa í glerhýsi og liðið vel að vera fyrir allra augum.
Síðan hefur þessi glerhönnun ekki vikið úr huga mér enda afar heillandi hugmynd. Ég á reyndar ekki myndir af þessu glerhúsi en fann hérna nokkrar aðrar.
Ef þú virkilega elskar náttúruna, þá hlýtur þú að elska þessi glerhús.
Þau eru öll staðsett í sitthvoru landinu, eitt þeirra er hannað af PCKO arkitektum og staðsett rétt fyrir utan Krakow í Póllandi. Það er með stálrömmum, innisundlaug, tveimur svefnherbergjum og náttúrufegurð eins langt og augað nemur.
Ef þú býrð hinsvegar í Japan og átt land í skóglendi rétt utan við Tokyo þá er alger nauðsyn að búa í glerhúsi. Ring House er hannað af Takei-Nabeshima arkitektum og staðsett í miðjum skógi, gler allan hringinn og fallegur viður sem passar vel við umhverfið. Þvílík dásemd að drekka morgunkaffið með þessi útsýni!
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.