Öll viljum við hafa skemmtilega stemningu á áramótunum og þá er nauðsynlegt að leggja smá vinnu í skreytingarnar fyrir partýið stóra.
Flott að klippa út stjörnur í tveimur eða þremur litum og líma á grillspjót (notar bara hálft fyrir hvert) og merkja nöfn gestanna á stjörnurnar. Þannig hefur hver gestur sitt glas og eins komin æðisleg áramótastemning í loftið
Það er alltaf gaman að hafa blöðrur í partýum. Sérstaklega ef það er sett gas í þær þannig að þær haldist í loftinu. Fallegt fyrir áramótin er að nota hvíta og silfur litinn. Blöðrurnar eru skemmtilegar og koma partýandanum algjörlega í gang
Auðvelt að nota kokteilglös fyrir smá áramótaglamúr. Notaðu jólakúlurnar og ofskreyttu svo allt í kringum þær. snilld að dreifa svona skreytingum um stofuna
Mjög margir vilja hafa flotta tertu til að bjóða upp á með kampavíninu. Þá er snilld að skella tveimur eða þremur stjörnuljósum á kökuna þegar þú ert að bera hana fram. Algjört æði!
Svo eru það hattar, grímur, glimmer og stjörnur. Hafa nóg af skemmtilegu skrauti á borðum. Litlar innisprengjur og flautur. Góðan kokteil eftir kampavínið í fallegum glösum, vel skreyttum að sjálfsögðu. En auðvelt er að skeyta glasið með jarðaberi, lime, sítrónu eða ananasbita.
Skemmtu þér vel og Gleðilegt nýtt ár!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.