Nú bíðum við margar spenntar eftir því að geta sprengt upp flugelda og fagnað nýju ári með fjölskyldu og vinum.
Stóri dagurinn er næsta laugardag en þá munum við koma saman og gleðjast fram eftir nóttu. Auðvitað er gaman að skreyta í tilefni áramótanna enda skapar það sérstaka stemmningu í áramótapartýinu.
Gamlárskvöld er glamúrkvöld!
Til að gera borðið sem flottast má til dæmis notast við pakkaskraut frá jólum, vefja inn munnþurrkur eða hnífapör í fallega borða eða binda utan um kampavínsglösin. Jólakúlum má raða á kökudiska og skreyta svo með höttum og knöllum, finnum allt sem glitrar og glansar og dreifum um heimilið…
Hér eru nokkrar hugmyndir um hvernig þú getur gert heimilið sem flottast fyrir veisluna á gamlárs og/eða nýárskvöld:
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.