Áramótapartý eru alltaf þau skemmtilegustu á árinu að mínu mati
Ákveðin spenna og eftirvænting liggur í loftinu. Fjölskyldur og vinir sameinast til að sprengja upp flugelda og kveðja gamla árið með stæl. En til að halda almennilegt partý þarf að huga að borðskreytingum og hafa smá þema yfir heildinni.
Ein frábær hugmynd er að nota klukkur sem borðskraut, helst vekjaraklukkur og stilla þær þannig að þær hringi á miðnætti. Eins er fallegt að hafa margar klukkur saman, bara safna saman öllum vekjaraklukkum sem til eru á heimilinu og skella á borðstofuborðið. Þá er auðvelt að nota silfur/gull stjörnur sem maður dreifir um borðið í kringum klukkurnar. Ofan á hvern disk ætti svo að vera áramótagríma eða hattur. Þá ertu komin með fullkomna stemningu til að fagna nýju ári.
Auðveld og ódýr skreyting
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.