Nú fer að styttast í að dömur hefji leitina að hinu fullkomna jóla-og áramótadressi sem oftar en ekki er fallegur og glamúrus kjóll. Jólafatakaupin verða samt eflaust með öðru sniði í ár en áður því það tíma líklega fáir að kaupa sér rándýran hönnunarkjól.
Vintage búðir eru stútfullar af pallíettukjólum en ódýrari verslanir eins og Zara, Vero Moda, Vila, Topshop, All Saints, Orginal og Selected femme bjóða enn upp á fína kjóla á ágætu verði – svo er líka hægt að sjá hvað leynist í fataskápnum.
Ef planið er að nota eitthvað sem er til í fataskápnum er auðvelt að “poppa” flíkina upp með aukahlutum: Fallegum skartgripum, sparilegu hárskrauti, belti, fallegu veski og flottum hælum. Ekki má gleyma hárinu og fallegri förðun en gott ráð er að bóka jólaklippinguna núna til að lenda ekki í vandræðum í jólaösinni.
Þótt margir leiti eftir kjól í einhverjum lit, þá eiga flestar konur svartan kjól en honum er hægt að klæðast við svalar sokkabuxur t.d. blúndusokkabuxur og þess vegna hægt að skipta blúndusokkabuxunum út fyrir töff leggings.
Svo skulum við muna að margar konur eru ekkert fyrir að sýna handleggina á sér. Ef kjóllinn er ermalaus er gott ráð að bregða sér í stuttan blazer jakka, en sérstaklega elegant eru jakkar með silki eða öðru svipuðu efni í kraganum.
Hér má sjá myndir af leikkonunni Anne Hathaway, bandaríska Vogue november 2010.
Ljósmyndari: Mario Testino
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.