Íþróttahetjan Annie Mist Þórisdóttir er hreint út sagt grjóthörð í nýjasta hefti Bandaríska Vogue en hún virðist hafa náð að heilla nöfnu sína Wintour.
„Þegar ég heyrði að Vogue hefðu áhuga á að fjalla um mig leitaði ég á Google hvort að það væri íþróttadálkur í blaðinu. Ég var svo spennt þegar það rann upp fyrir að auðvitað er ekki íþróttadálkur, þetta er Vogue,“ segir Annie í viðtali við tímaritið.
Annie Mist hefur náð gríðarlegum árangri í Cross Fit og varð meðal annarra afreka eina konan til þess að sigra árlegu Cross Fit leikanna tvö ár í röð.
Hún er metnaðarfull, glæsileg og sannarlega góð ímynd fyrir Ísland út á við enda mikill víkingur. Gaman að þessu!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.