Leikkonan Anne Hathaway vann til BAFTA verðlauna um síðastliðna helgi en leiðin á verðlaunahátíðina sjálfa var alls ekki auðveld. Leikkonan settist niður í þætti Jay Leno nú fyrr í vikunni og sagði honum söguna frá hátíðinni.
Anne var með flensu sama kvöld og hátíðin fór fram en til að bæta gráu ofan á svart rifnaði rennilásinn á kjólnum hennar sem var búið að sérsníða og sauma handa henni sérstaklega fyrir kvöldið.
Stílistar og aðstoðarfólk reyndu allt sem þau gátu til þess að sauma rennulásin aftur saman en Anne sagði að hún hefði einfaldlega litið út eins og fylltur kalkúnn eftir að saumarnir voru komnir í og það hafi sko alls ekki verið smart útlit fyrir rauða dregilinn. Þá var tekið á það ráð að setja hana í varakjólinn en Anne sagði að hún hafi verið mjög heppin að hafa tvo kjóla… því margar konur eigi ekki einu sinni einn kjól! Hún er svo breytt eftir leikinn í Vesalingunum.
Anne mætti of seint vegna alls þessa og þurfti að strunsa áfram á rauða dreglinum sem varð til þess að hún gat ekki farið í viðtöl og aðeins nokkrar myndir náðust af henni á leiðinni inn á hátíðina. Leikkonunni finnst það versta við þetta allt saman að hún gat ekki heilsað upp á aðdáendur sína sem voru búnir að bíða í rigningu og kulda í marga klukkutíma. Henni finnst aðdáendur sínir mjög mikilvægir og er miður sín að hafa ekki getað heilsað upp á þá.
Kvöldið var þó ekki allt alslæmt því Anne fékk að knúsa sjálfan George Clooney og hlaut að sjálfsögðu virt verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki. Meðleikari Anne í Vesalingunum Eddie Redmayne var einnig frekar óheppinn þetta sama kvöld en hann missti af því að veita verðlaun með Sally Field því hann var baksviðs með matareitrun. Anne sagði þegar hún tók á móti sínum verðlaunum “Eddie, láttu þér batna, ég myndi koma og halda hárinu aftur fyrir þig en þú skilur….”
Spurning hvort að Anne verði jafn seinheppin á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fer fram í næsta mánuði?
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig