Prada “djöfullinn” Anna Wintour í viðtali hjá David Letterman.
Ég verð að segja að mér finnst hún hrikalega flott og elegant kona og held að hún hafi ágætis leyfi til að vera “tík” enda alveg búin að sanna hverju hún stendur fyrir.
Og talandi um þetta… ég skil í raun ekki þessa svakalegu kröfu á konur að þær eigi alltaf að vera “næs”. Ef kona er ekki alltaf “næs” þá fær hún umsvifalaust einhvern “ísdrottningar” stimpil á sig… en stjórnsamur karl sem er lítið fyrir að blanda geði fær allt aðra stimpla. Hann verður hvorki kallaður tík, né hundur. Við getum ekki öll verið Dale Carnegie… hvort sem við erum konur eða karlar. Sumt fólk hefur bara aðrar áherslur í lífinu en að “vera næs” og það er allt í lagi. Þú veist þá í það minnsta hvar þú hefur það…
Anyways… bíddu þangað til auglýsingin er búin og kíktu svo á Vouge stýruna flottu. Næst er þá að bíða eftir því að September Issue verði sýnd í bíó hérna… helst sem fyrst. Og við mætum!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.