Leikkonan Angelina Jolie á fimm börn með bónda sínum Brad Pitt og tekur vinnuna með sér hvert sem hún fer.
Hún segist njóta þess í botn að dvelja á heimili stórfjölskyldunnar í suður-Frakklandi því þar er hún miðsvæðis og stutt að fara í flestar áttir sem tengjast starfi hennar með Sameinuðu þjóðunum.
Í viðtali við Marie Claire sagðist Angelina ekki vera mjög góð í að slaka á, hún þyrfti stöðugt að vera á ferðinni: “Ég les og skrifa, geri samninga vegna mynda og allt annað á meðan ég er á ferðinni. Ég tek skrifstofuna með mér þangað sem ég fer.”
“Heimili okkar í Frakklandi er mjög nálægt stórum borgum í Evrópu en það er líka nálægt Afríku og Mið-Austurlöndum. Þangað fer ég oft vegna vinnu minnar en ef ég ætti heima í L.A. væri þetta allt of langt. Það segir sig sjálft.”
Angelina missti móður sína úr krabbameini árið 2007 en Marcheline Bertrand var aðeins 56 ára þegar hún lést.
Angelina segist finna fyrir henni í gegnum börnin sín: “Ég finn fyrir áhrifum hennar þegar ég er í samskiptum við börnin mín. Ég skynja sjálfa mig ala þau upp með sama hætti og hún ól mig og bróður minn upp. Reyndar finn ég meira fyrir þessu með stelpurnar mínar, Shiloh og Vivienne að amma þeirra hefur enn sín áhrif þó hún sé farin.”
Sjálf segist Angelina dást að styrk og mýkt í fari kvenna en það var það sem hún elskaði við mömmu sína.
“Hún var mjög blíð og ljúf en gat flutt fjöll á sama tíma, slíkur var styrkur hennar,” segir Angelina í viðtalinu og rifjar upp þegar mamma hennar tók hana með á Amnesty International samkomu þegar hún var lítil.
“Mamma reyndi alltaf að skilja það til fulls hvað heimurinn er flókinn. Hún var með stórt hjarta sem var ákaflega viðkvæmt fyrir ofbeldinu í heiminum.”
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.