Ástralska fyrirsætan Andrew Smith er flottur strákur sem greinilega vann í genalóttóinu.
Hann minnir örlítið á sambland af Jim Morrison úr hljómsveitinni the Doors og Mick Jagger úr the Rolling Stones ef þeir tveir hefðu skellt í sama gatið og orðið smá genaruglingur þá hefði þessi ungi maður getað orðið sambland af þessum tveim rokkurum.
Andrew er svaðalega sætur og myndast ferlega vel -þarafleiðandi er ekki leiðinlegt að horfa á hann og mig langaði að deila honum með ykkur.
Held ég láti gamlan draum rætast, er flutt til ástralíu þar sem strendurnar eru gylltar og strákarnir sólbrúnir og sætir -ja allavega í huganum.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.