Ég hef sagt það áður að ég er mikill aðdáandi BB krema og þegar ég fæ slík krem í hendurnar verð ég sjaldan svikin af því sem ég prufa þó sum séu vissulega hentugri fyrir mig en önnur.
Hið frábæra franska fyrirtæki Biotherm er nú með nýtt BB krem á markaðnum í AQUASOURCE línunni en liturinn sem ég fékk mér kallast Fair to Medium og sá litur hentar mínum húðlit mjög vel því ég missti víst algjörlega af sólinni í sumar eins og aðrir á suðvesturhorninu. Það er að segja þau sem ekki fóru út fyrir landsteinana.
Túban er að mínu mati mjög þægileg, stúturinn er mjór og kremið lekur því ekkert og sullast um allt þegar þú kreistir úr henni sem er að mínu mati stór plús því ekkert fer meira í taugarnar á mér en erfiðar kremtúbur!
Kremið er með SPF 15 og það er léttur glans eða “glow” faktor í því sem mér finnst mjög mikill kostur.
Kremið hentar vel sem litað dagkrem sérstaklega ef þú ert að flýta þér á morgnana þá getur þú sett kremið á þig, smá hyljara undir augun, létt púður, maskara og gloss þá er lúkk dagsins klárt. BB kremið helst vel á húðinni og fitar ekki neitt.
Þetta er létt og gott krem fyrir þær sem kjósa náttúrulega útlitið og vilja ekki nota meik eða farða á hverjum degi. Mjög rakagefandi og nærandi, þekur og gefur fallegan bjarma á húðina án þess þó að virka of glansandi.
Ég get hiklaust mælt með þessu BB kremi til daglegra nota! Nokkrir snyrtivörubloggarar hafa líka bent á að þetta BB krem frá Biotherm sé góður primer undir meik vegna “glow” faktorsins en ég hef ekki prufað það enn.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig