Á Íslandi er allra veðra von eins og við höfum fengið að upplifa þennan veturinn, kalt, heitt, sól, snjór, slydda, rigning og allur pakkinn.
Þegar veðrið breytist svona hratt þá veit húðin ekki hvernig hún á að bregðast við, í mínu tilviki brást húðin mjög illa við, ég var farin að fá þurrkubletti og mér fannst eins og andlitið væri allt stíft því það varð svo þurrt.
Til að bjarga mér ákvað ég að prófa nýja dagkremið frá EGF. Kremið er nærandi fyrir mjög þurra og þurra húð og rakinn endist allan daginn sem þykir gott. Ég hef einnig notað EGF húðdropana með (ber þá á mig á kvöldin) og ég verð að segja að þessi samblanda hefur bjargað andlitinu á mér og þessum hræðilega þurrki.
Kremið viðheldur rakajafnvægi húðarinnar þannig að ef ég fer út í sól og kem síðan heim í snjó þá fær húðin ekki eins mikið sjokk yfir veðrabreytingunum. Engin Paraben efni eru í kreminu sem er stór plús, það er einnig ofnæmisprófað.
Ég ber kremið á andlitið og niður á háls eftir að ég hef hreinsað andlitið á morgnana, það fylgir lítill pinni með sem ég nota til að dýfa ofan í kremið þannig að ég sé ekki að setja nein óhreinindi ofaní það, spaðinn er síðan þurrkaður og þrifinn eftir að ég hef tekið kremið úr honum.
Kremið inniheldur svokallaðan EGF frumvaka sem er prótein en próteinið stýrir endurnýjun húðfrumna og hægir á náttúrulegu ferli öldrunar. Þess má einnig geta að húðin okkar framleiðir EGF sjálf en framleiðslan minnkar þegar við eldumst.
Ef þú ert með þurra og erfiða húð þá mæli ég hiklaust með þessu kremi, það hreinlega hefur bjargað mér á liðnum vikum.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig