Við erum stundum uppteknar af fullkomnunaráráttu og áliti annarra í sambandi við hvernig við lítum út og högum okkur.
Þá getur til dæmis skipt máli hvernig tónlist við hlustum á, hvernig mat við borðum og þar fram eftir götunum en hvernig væri að prófa stundum að framkvæma hluti sem gera okkur sáttar og hamingjusamar -burtséð frá reglunum í hausnum á okkur eða óskrifuðum reglum samfélagsins?
Það er til dæmis allt í lagi að…
… vera manneskjan sem hlær hæst af öllum þegar haldnar eru ræður og allir stara á þig.
… fara í gömlu joggingbuxunum út í búð (þó þær séu ekki frá Victoria’s Secret).
… kaupa geisladiskinn sem allir eru að tala um þó þú þekkir BARA tvö lög á honum sem þú spilar aftur og aftur (og aftur) á repeat.
… að eiga letidag eða þynnkudag og þitt stærsta afrek á þeim degi er að fara í sturtu og klæða þig í náttbuxur.
… að vera ekki alltaf heilsusamleg. Það sem gerist klukkan 2 aðfaranótt sunnudags er á milli þín og beikonsamlokunnar sem þú sporðrenndir með ísköldu kókglasi.
… að taka sér veikindadag í vinnunni.
… eini fylgihluturinn sem þú notar á símanum þínum sé reiknivélin.
… að það sé stundum drasl heima hjá þér.
Það er enginn að tala um að við þurfum að hætta að hugsa um okkur sjálfar og nánasta umhverfi en um leið og við slökum aðeins á kröfunum um að geta allt og vita þá höfum við fyrir vikið meiri orku, bæði til skyldustarfa og skemmtilegu hlutanna.
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com