Mars mánuður og það þýðir aðeins eitt, sumarið kemur nær og nær með hverjum deginum sem líður.
Tilhlökkunin er mikil, sætir sumarkjólar, sandalar, sundferðir, gönguferðir og hjólatúrar, útivera og lyktin af nýslegnu grasi og ekki má gleyma ísrúntinum.
Það er fátt fallegra en íslenskir sumardagar þegar sólin skín og náttúran okkar skartar sínu fegursta.
Á snjóþungum vetrardögum hugsa ég um fátt annað en yndislegt sumar og fæ fiðring í magann af tilhlökkun… það er ekki langt að bíða…
Myndir fengnar hjá Inspired by Iceland og víðar
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig