Taktu ábyrgð á eigin líðan
Ekki kenna öðrum um og gera þig að fórnarlambi. Ekki bíða eftir að einhver komi og bjargi þér. Ef þú vilt vera hamingjusöm, taktu þá ákvörðun um að vera það. Ekki leyfa sjálfri þér eða öðrum að standa í vegi fyrir eigin hamingju.
Vertu áhugasöm
Vertu viljug, opin, hugrökk og auðmjúk. Viðurkenndu vandamálin og vertu tilbúin til að taka ákvarðanir sem breyta lífi þínu til hins betra. Haltu leitinni gangandi, ekki gefast upp.
Slepptu tökunum
Að rifja upp gömul særindi drepur hamingjuna, gremja, reiði og langrækni er hindrun í vegi þínum í átt að hamingju. Ekki velta þér upp úr erfiðleikum fortíðarinnar, settu neikvæðar hugsanir í kassa, vefðu þær ást og leyfðu þeim að hverfa. Skiptu neikvæðum minningum út fyrir jákvæðar og haltu áfram lífi þínu með hreinan skjöld.
Gefðu þínum innri manni fullkomna athygli
Óhamingja er ávanin hegðan sem þú hefur vanið þig á að nota en er ekki að auðga líf þitt á neinn hátt. Finndu slæmu ávanana, skoðaðu þá og eyddu þeim. Notaðu nýfengið innsæi þitt til að taka heilbrigðar og ábyrgar ákvarðanir.
Efastu um skoðanir þínar
Án þess að gera okkur grein fyrir því byggjum við líf okkar í kringum fyrirfram ákveðnar skoðanir okkar á því hvernig það eigi að vera. Skoðaðu hugsanir þínar og væntingar, eru þær raunhæfar og eftirsóknarverðar? Flest okkar höfum myndað okkur skoðanir sem loka okkur inn í kassa og við málum okkur sjálf frekar út í horn heldur en að skipta um skoðun. Vertu tilbúin til að skipta um skoðun, víkka sjóndeildarhringinn og sjá tækifæri þar sem þú sást þau ekki áður.
Njóttu augnbliksins
Hamingjan er hér og nú, ekki í fortíð eða framtíð. Slakaðu á. Slepptu átökum og sættu þig við lífið eins og það er akkúrat á þessu augnabliki. Finndu það jákvæða í dag og njóttu þess, leyfðu skilningarvitunum að njóta sín.
Skoðaðu tilfinningar þínar
Líf okkar verður okkur þung byrði þegar við látum stjórnast af erfiðum tilfinningum. Til að lækna þessa líðan þurfum við að skoða hana, viðurkenna og hætta að hella olíu á eldinn með því að sækja í upplifanir (sögur, myndir, tónlist) sem fá okkur til að endurupplifa þær. Þú þarft ekki að láta þér líða illa vegna gjörða annarra eða vegna þess að þú ert bara vön því að líða illa. Ekki leyfa slæmum tilfinningum að hertaka líf þitt.
Fylgdu hjartanu
Hentu frá þér hverri hugsun, tilfinningu og venju sem ekki gerir þér gott. Þá sérð þú að það sem stendur eftir er ást. Lifðu í ást, komdu fram við aðra af ást, talaðu ástúðlega, gefðu af þér, elskaðu sjálfa þig og aðra. Ef þú ert í vandræðum við að taka ákvörðun, spurðu sjálfa þig „Hvað myndi ástin gera?“ og gerðu það!
Veldu frelsið umfram óttann
Ótti drepur hamingjuna. Sjáðu það þegar óttinn stjórnar ákvörðunum þínum og veldu aðra leið. Sigrastu á óttanum með ást og hafðu hugrekki til að gera það sem þú raunverulega vilt.
Leyfðu hamingjunni að ríkja í lífi þínu
Hvert augnablik er tækiflæri til að vera hamingjusamur. Ef þú efast, skoðaðu þá eigin reynslu. Ef þú hugsar um það þá hefur þú valdið til að gera hvert augnablik að ánægjulegu augnabliki. Þú stjórnar viðbrögðum þínum. Að nöldra eða þaga? Sjálfsgagnrýni eða sjálfsánægja? Leyfa stressinu að ná tökum á þér eða anda djúpt og halda ró þinni? Búðu til nýja ávana í stað þeirra gömlu sem ger þér ekki gott. Það er sagt að það taki einungis 10 skipti til að brjóta ávana!
Að lokum vendu þig á að biðjast afsökunar á því sem þú gerir á hlut annarra, burtséð frá því hvað þau hafa gert þér og komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.