Það eru til áramótaheit sem hægt er að standa við, þar sem við erum hvorki að heita því að verða næsta Móðir Theresa eða vera með líkama eins og Megan Fox…
Vertu vingjarnleg við samstarfsfólk
Það hefur sýnt sig að þeir sem eru kurteisir og vingjarnlegir, sérstaklega við samstarfsfólk, ná frekari árangri í lífinu, eru betur liðnir á vinnustað og eiga þar af leiðandi auðveldara með að hækka sig upp í starfi. Það er enginn að tala um að vera dyramotta en almenn kurteisi og virðing ná verulega langt.
Hættu félagslegum reykingum
Þú ert í partýi og vinkonur þínar draga þig út að reykja. “Ein sígó skaðar engan…” Jú víst. Kannanir hafa sýnt að einstaka reykingar hjá fólki á aldrinum 18-30 ára getur aukið hættuna á hjartasjúkdómum og hjartaáfalli, þar sem að þær erfiða vinnu fyrir hjarta og æðar um allt að 25 prósent!
Hættu ljósabekkjanotkun
Já það er rosalega gaman að vera brún og auðvitað vill maður ekki líta út eins og uppvakningur. En krabbameinssérfræðingar færðu ljósabekki í fyrsta sæti yfir krabbameinsvalda í heiminum og líkurnar á að fá húðkrabbamein aukast um 75% við það að byrja að nota ljósabekki fyrir þrítugt. Skiptu yfir í brúnkukrem, brúnkusprey og notaðu sólarvörn með minnst SPF 30 þegar farið er út í sólina. Fyrir þá sem finnst erfitt að meðtaka þetta þá mæli ég með þessum link.
Ekki fá þér óhollt nasl seint á kvöldin
Ef borðað er á röngum tíma, rétt fyrir svefntíma (þá sérstaklega óhollan mat) breytir líkaminn hitaeiningunum oftast í fitu þar sem að hann nýtir þær ekki á meðan við sofum. Fáðu þér frekar niðurskorna ávexti um kvöldið yfir sjónvarpinu og slepptu því að borða í 1 og hálfan tíma fyrir svefn.
Ekki fara ósátt að sofa
Það er mikið til í þessu gamla ráði. Kannanir sýna að rifrildi og andleg átök yfir daginn án uppgjörs geta leitt til verri nætursvefns og þar af leiðandi heldur fólki áfram að líða illa daginn eftir. Talið saman og finnið sameiginlega lausn.
Notaðu tannþráð oftar
Tannlæknirinn hefur rétt fyrir sér með þetta. Lítil tannumhirða og notkun á tannþráð geta valdið andremmu, sýkingum, tannholdsbólgu og skemmtum. Þá eru þessar 5 mínútur alveg þess virði til að spara manni vesenið 🙂
Tökumst á við nýja árið með því að hugsa vel um heilsu, samskipti og sýna sjálfum okkur og öðrum virðingu. Þá verður allt svo miklu auðveldara!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com