Andlega hliðin: Vandamál, – eða tækifæri til að þroskast?

Andlega hliðin: Vandamál, – eða tækifæri til að þroskast?

aaHraðahindranir í lífinu eru hluti af því sem erfitt er að beyja fram hjá – en samt koma þær okkur oft á óvart.

Það er nokkuð víst að í gegnum lífið munu koma upp aðstæður sem valda okkur óþægindum eða geta reynst okkur erfiðar.

Við vitum það öll en við erum misvel búin fyrir þær.

Ein af ástæðunum fyrir því að við upplifum pirring og erfiðleika með svo mismunandi hætti er hvernig við bregðumst við, og hvernig hugsanir okkar eru áður og eftir að uppákomurnar gerast og á meðan þær eru í gangi.

Eins og manneskjan sem fer sífellt öfugu megin fram úr rúminu geta litlu hversdagslegu hlutirnir orðið að vandamálum sem aðrir taka ekki eftir. Þessir hlutir þurfa samt ekki að skemma daginn okkar en ef við ákveðum að búa til vandamál úr þeim þá er hægt að sjá vandamál allan daginn, í öllu.

Við vitum að aðstæður eru ekki fullkomnar alla daga – verum viðbúin og sleppum að láta þær fara í taugarnar á okkur!

Það eru auðvitað ekki eingöngu hversdagslegu hlutirnir sem valda okkur ama en við getum lent í allskonar aðstæðum sem krefjast þess að við notum alla okkar orku og allan okkar viljastyrk til þess að vinna á þeim aðstæðum.

14146-angel-wings-perfect-saint-holy-christian-woman-wide.1200w.tnÞað er svo margt sem getur breytt lífi okkar og það er ekki alltaf hægt að vera viðbúin að takast á við það, en þá getur hugarfarið hjálpað okkur að takast á við þær á besta máta sem hægt er.

Tækifæri til að þroskast

Þegar ég sé að strákurinn minn er að upplifa erfiðar tilfinningar og aðstæður þá lít ég á það sem tækifæri til að hjálpa honum til þess að læra meira og þroskast.

Hraðahindranir í okkar lífi eru oft aðstæður sem leiða til þess að við breytumst og þroskumst og það getur verið gott að líta á erfiðar aðstæður sem tækifæri til að þroskast og kynnast okkur sjálfum enn betur. Sættu þig við að það munu verða breytingar. Þú veist að það munu alltaf verða einhverjar breytingar í gegnum lífið, sumar smáar og aðrar stórar. Við lifum lengi og við munum aldrei komast hjá þeim – enginn getur það. Hafðu það í huga að lífið mun aldrei fara nákvæmlega eins og þú planaðir það.

Ekki ofhugsa hlutina

Lífið á það til að taka allskonar beygjur og sveigjur og vertu viðbúinn því að taka þessar beygjur með ró. Vertu líka viðbúinn því að útkoman getur orðið allt önnur en þú ætlaðir þér – og það er í besta lagi!

Ekki vera síellt að ofhugsa. Ef við ofhugsum lífið þá er erfitt að hafa gaman af því, vandamál verða stærri og vonbrigði verða meiri. Lifum lífinu í núinu!

Lífið er núna, lífið er eins og það er og fólkið í kringum þig er eins og það er. Það er ekkert og enginn fullkominn

Sættu þig við það sem þú hefur og sættu þig við það sem þú getur ekki breytt – og enn betra njóttu þess sem þú hefur. Ekki kenna öðrum um það sem ekki er þeim að kenna – og ekki kenna þér sjálfri um þá hluti sem eru ekki þér að kenna. Bæði jafn mikilvægt.

Hvað er raunverulega vandamálið?

Oft þegar það koma upp aðstæður eða vandamál þá eigum við það til að mikla fyrir okkur í stað þess að greina hvað er að og hverjar eru mögulegar lausnir.

Vandamál eru ekki vandamál fyrr en við leyfum þeim að verða það – gefum þeim minna vægi og verum viðbúin að það getur aldrei allt farið nákvæmlega eins og við viljum.

Happy-WomanÞví meira sem við hugsum um vandamálin okkar því meira vægi gefum við þeim og því verr líður okkur.

Það þýðir ekki að við eigum að hætta að leysa vandamál sem koma upp en gefum þeim líka tækifæri til að leysast af sjálfu sér og hættum að láta þau yfirtaka hugsanir okkar og valda okkur vanlíðan.

Verum í núinu og sættum okkur við að við getum ekki breytt eða komið í veg fyrir allt sem okkur líkar ekki.

Þegar erfiðleikar eru í lífinu okkar getur það gefið okkur tækifæri til að breyta okkur sjálfum og því sem okkur líkar ekki í okkar lífi, það er erfitt en það er nauðsynlegt.

Hugsum frekar um vandamálin sem hluta af lífinu heldur en sífellt að láta þau koma okkur á óvart.

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest