Stundum þegar við stöndum í miðri hringiðu þessa hraða samfélags geta einföldustu hlutir stressað okkur.
Það er löngu sannað að streita og stress getur haft veruleg áhrif á heilsu okkar.
Streita getur m.a. valdið svefnleysi, þyngdaraukningu og andlegri vanlíðan sem getur endað með taugaáfalli.
Hvort sem þar er prófatörn, ritgerðarskrif, vinna, einföld hversdagsleg verkefni eða eitthvað annað þá ættu þessi ráð að geta nýst þér.
1. Andaðu.
Hættu því sem þú ert að gera. Sittu eða stattu kyrr og bara andaðu. Einfaldlega dragðu andann djúpt og andaðu rólega frá þér.
2. Forgangsraðaðu.
Stundum miklum við hluti fyrir okkur og vitum það meira að segja innst inni.
Spurðu þig: “Skiptir þetta máli? Skiptir þetta máli í dag? Má þetta bíða til morguns, jafnvel til næstu viku?”
3. Skipulegðu.
Eru mörg verkefni sem þú sérð fram á að þú munir aldrei klára?
Settu þau niður í dagbókina og skammtaðu yfir vikuna.
Það er bara hægt að taka einn dag í einu. Það er svo og svo mikið sem að við getum komist yfir á 24 tímum.
4. Ekki lofa upp í ermina á þér.
Ekki setja óþarfa pressu á þig með því að lofa einhverju sem að þú ert ekki pottþétt á að geta klárað.
5. Hreyfðu þig.
Hvort sem það er 10 mínútna göngutúr eða 50 mínútur af spinning. Það er margsinnis búið að sanna jákvæð áhrif hreyfingar á streitu og stress.
6. Hlæðu!
Hláturinn lengir ekki bara lífið heldur losar hann líka um streitu. Hringdu t.d. í vinkonu sem er alltaf í stuði eða horfðu á skemmtiþátt.
Að endingu .. “Worry does not empty tomorrow of its sorrow, it empties today of its strength.”
― Corrie ten Boom
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.