Andlega hliðin: Svo fallegar en ósáttar við útlitið – Elskum okkur meira

Andlega hliðin: Svo fallegar en ósáttar við útlitið – Elskum okkur meira

Lífið er núna, ekki á morgun eða hinn þegar við erum búnar að eignast hitt eða þetta eða losna við 10 kíló. Það er núna. Og við ætlum að elska okkur núna.
Lífið er núna, ekki á morgun eða hinn þegar við erum búnar að eignast hitt eða þetta eða losna við 10 kíló. Það er núna. Og við ætlum að elska okkur núna.Í huga okkar býr svo oft rödd sem á það til að vera ansi gagnrýnin á okkur sjálf– töluvert meira en hún myndi vera við nokkurn annan og oft eru þetta eru hugsanir sem við flest viljum við losna við.

Það að vera ánægð/ur með sjálfan sig eins og maður er í dag þýðir ekki að markmið séu slæm, eða maður eigi ekki að reyna að bæta það sem maður vill bæta.

Það þýðir að leiðin að þeim markmiðum sem við höfum sett okkur eigi ekki að einkennast að óánægju yfir því hvernig við erum núna.

Reynum að vera ánægð með okkur einmitt í dag, á þeirri leið sem við reynum að fara, hvar sem við endum.

Við eigum það til að vera sífellt að leita að einhverju betra, nýjum hlutum eða einhverju við okkur sjálf sem okkur finnst við þurfa að bæta.

Þegar allt breytist þá verður lífið betra, eða hvað?

Sú hugsun að við viljum breyta einhverju við okkur sjálfar er ekki óalgeng-  við höldum að þegar það breytist, þá breytist allt til hins betra og það verði nóg. Þá sé þetta bara komið. En vittu til… þá verður það bara eitthvað annað. Þetta minnir mig á kapphlaupið að eignast fleiri hluti, betri hluti, dýrari hluti… en aldrei verður það nóg.

Við þurfum ekki bara að stoppa í lífsgæðakapphlaupinu sem tengist því að eignast nýja hluti og dót, við þurfum líka að stoppa í því að vilja alltaf gera enn betur, líta betur og betur út og halda að ÞÁ verðum við svakalega ánægðar.

elitedaily_guille_faingold_taking_personally-800x400Vertu ánægð með þig núna, elskaðu þig núna, elskaðu þig líka ef þú nærð markmiðunum þínum – eða ekki og með „alla” þína galla.

Hvernig væri að setja sér það markmið að vera ánægð með sjálfa þig, um leið og þú setur þér önnur markmið?

Leiðin að áfangastaðnum er sú sem tekur mestan tíma –njótum þess að vinna að okkar markmiðum, njótum þess að lifa núna, hættum að bíða, hættum að lifa lífinu með því hugarfari að einhvern tíman seinna verði allt betra og núna séum við bara á leiðinni þangað.

Lífið snýst ekki um að komast á einhvern áfangastað, lífið er öll leiðin, lífið er einmitt að gerast núna og þetta gæti verið besti hluti lífsins en á meðan þá ertu að bíða eftir einhverju allt öðru.

Svo falleg en samt svo ósátt við útlitið sitt

Ég man þegar kona sem ég þekkti ekki mikið lýsti því fyrir mér, á meðan hún talaði umsjálfa sig á sínum yngri árum, hvað hún var óánægð með sig á þessum tíma. Ég horfði á þessa glæsilegu konu sem brosti sínu fegursta brosi og gat ekki séð það væri satt.

Þá sagði hún mér að í dag sæi hún alveg það sama og ég, og hún sæi eftir því að hafa ekki áttað sig á þessu þá – þetta snérist ekki um það hvort hún var fallegasta kona í heimi þá, þetta snýst um það að vera ánægður núna, ekki líta til baka og átta sig á að maður sóaði frábærum tíma í innihaldslausa óánægju.

Við erum allar með okkar galla, við erum allar með eitthvað sem við værum eflaust til í að breyta, en af hverju erum við að velta okkur upp úr því? Það breytist ekki á morgun, það breytist kannski aldrei.

Lífið er núna, við erum eins og við erum, fögnum því, við erum frábærar!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest