Tími er verðmætari er peningar sagði Jim Rohn, viðskipta- og lífstíls frömuður, eitt sinn. Þú getur eignast meiri peninga en þú getur ekki orðið þér úti um meiri tíma.
Enn fremur skiptir fjöldi áranna sem þú lifir ekki máli heldur lífið í árunum sem þér eru gefin. Hér deili ég samt sem áður 15 einföldum ráðum sem ættu að auka líkurnar á því að þú lifir til 100 en listann birti Huffington Post á dögunum. Að mínu mati er listinn einnig ákveðinn leiðarvísir að því hvernig hægt sé að lifa lífinu lifandi.
- Nýttu tíma þinn til að njóta þess að vera með og kynnast sjálfri þér.
- Einfaldaðu líf þitt. Þú verður að hlusta á þögnina og gera þér grein fyrir mikilvægi þess að hafa gott rúm á milli hugsana, orða og gjörða.
- Skapaðu ævintýri. Vertu ævintýragjörn og djörf. Ef ekki núna, hvenær þá? Tíminn er núna!
- Allt er mögulegt. Trúin á að allt sé hægt er ein af meginstoðum langlífis. Þú leggur harðar að þér ef þú ert viss um að þú náir árangri.
- Fagnaðu þreytunni. Þreyta getur verið af hinu góða ef þú nýtur þess sem þú gerir.
- Slepptu takinu á fortíðinni og biturleika. Fyrirgefðu.
- Farðu út fyrir þægindarammann.
- Líkami þinn er musteri. Farðu vel með líkama þinn. Heilsa þín er besta langtíma fjárfestingin.
- Aldrei að segja aldrei. Það er aldrei of seint að hreyfa sig. Aldrei of seint að hlaupa og synda. Það er aldrei of seint að njóta.
- Gerðu eina æfingu á dag.
- Segðu við sjálfa þig: “Góðan daginn, ég elska þennan dag!”. Bara þessa línu og það mun breyta því hvernig þér líður með sjálfa þig þegar þú ferð inn í daginn. Við hefjum nýtt ferðalag á hverjum degi.
- Þrá. Þú munt aldrei ná að lifa til 100 nema þú hafir drifkraftinn til að lifa heilbrigðu og skapandi lífi á hvaða aldri sem er.
- Örvun. Gerðu eitthvað sem örvar bæði líkama og sál.
- Lifðu einn dag í einu
- Taktu á móti lífinu með opnum huga.
Lífið er stutt. Lifðu því lifandi, hvort sem markmiðið er 100 ára eða ekki.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.