Feit, mjó, löng, stutt, allar erum við misjafnlega af guði gerðar og okkur líður misvel í eigin líkama. Ég hugsa að það sé engin kona 100% sátt við líkama sinn og þær eru margar sem eru í daglegu basli með sig sjálfar og sjálfsálit sitt.
En hverjar eru fyrirmyndirnar? Ofurmjóar fótósjoppaðar fyrirsætur sem stökkva í sama form tveimur vikum eftir barnsburð og skilja okkur „venjulegu“ konurnar eftir með eitt spurningarmerki í andlitinu.
Það er ætlast til mikils af konum: farðu í skóla, vinna, vinna, vinna, sinna útlitnu, heilsunni, börnunum jú og kallinum, heimilið á að vera 100% tip top og fallegt og svona má lengi telja. Spurningin er bara, hvenær springur „fullkomna“ blaðran? Kertið brennur jú ekki í báða enda.
Það er mikilvægt að senda skýr skilaboð út í samfélagið til ungra kvenna. Þær eru framtíðin en internetið hjálpar lítið þar sem neikvæðni og ýmis furðulegheit virðast allsráðandi hvert sem maður fer. Hin „venjulega“ kona þykir of feit, kona í 20 kílóa yfirþyngd á við offituvanda að stríða en gellan sem er kannski 5-10 kílóum of mjó, æji þú veist gellan sem er ALLTAF að setja sjálfsmyndir með “duckface<2 á Facebook – hún er HEIT.
Hvað varð um hinn gullna meðalveg? Vonandi förum við að sætta okkur við það bráðlega að við erum ekki allar eins og verðum það aldrei.
Njótum kvöldsins…
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig